Skoðun mín um ESB

Mín skoðun á þeirri umræðu um ESB sem ríkt hefur í íslensku samfélagi undanfarna mánuði er skýr.  Ég tel að Ísland eigi að standa utan ESB og framtíð Íslendinga sé betur borgið í samfélagi þjóðanna á heimsvísu.  Íslenska krónan getur hins vegar verið okkur fjötur um fót og tel ég að viturlegt væri, að skoða aðra möguleika varðandi þau mál.  Það er mikilvægt að hér ríki stöðugleiki til framtíðar og allra hagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ESB ekki hluti af "samfélagi þjóðanna á heimsvísu" ?

Bobbi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:40

2 identicon

Vertu hrein og bein

Hvað á að gera varðandi  krónuna.

Hum og ha kemur þér ekki áfram

kkv  Björn

Björn Þverdal (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bobbi, Evrópusambandið er það vissulega en sambandið er hins vegar ekki samfélag þjóðanna eitt sér eins og margir Evrópusambandssinnar virðast halda. Það er heill heimur fyrir utan Evrópusambandið.

Innganga í Evrópusambandið þýddi að möguleikum okkar Íslendinga til þess að standa vörð um hagsmuni okkar á alþjóðavísu væru settar miklar takmarkanir, þá ekki sízt með tollum sambandsins en þó enn frekar vegna þess að þar með myndum við afsala okkur frelsi okkar til sjálfstæðra samninga við önnur ríki og ríkjabandalög s.s. á sviði fríverzlunar og fiskveiða.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 11:04

4 identicon

En hver er skoðun frambjóðandans?

Bobbi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðild að ESB stóreykur og eflir möguleika íslendinga til að standa vörð um hagsmuni landsins á heimsvísu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 14:32

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær afstaða þín gafnvart Evrópubandalags-innlimun, Grazyna María, til hamingju með þetta – gott er að geta stutt þig í prófkjörinu, og gangi þér vel.

Jón Valur Jensson, 8.3.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Benedikta E

Grazina Maria.Þakka þér fyrir afdráttarlaust svar við fyrirspurn minni til þín í gær um afstöðu þína til ESB.

Ég hef orðið vör við að kjósendur gera þá kröfu til frambjóðenda í prófkjörinu að þeir gefi upp afdráttarlausa afstöðu í þessu máli.

Þú hefur gert rétt í að svara með afdráttarlausri einurð.

Það er þínu framboð til framdráttar.

Gangi þér vel.

Kveðja.

Benedikta.

Benedikta E, 8.3.2009 kl. 17:52

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með Benediktu og fleirum, að það er gott að vita hvar frambjóðendur standa í ESB málum. Loðin svör geta eyðilagt fyrir mönnum. Ég met þetta mikils og styð þig með ánægju.

Evran eða einhver annar gjaldmiðill er ekki á dagskrá næstu árin og því óþarfi að taka ákvarðanir um það. Krónan dugar okkur þar til við höfum náð okkur á strik.

Ragnhildur Kolka, 8.3.2009 kl. 20:58

9 identicon

Ég get tekið undir þetta mér þér Grazyna allveg heilshugar og það er gjaldmiðillinn sem verður vandamálið. En hvernig eigum við að' leisa það? Hver er þín tillaga???

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:49

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílík fullyrðing!

Það kostaði okkur hins vegar Icesave- og Kaupthing-Edge-ævintýrin og miklu meira til, að skrifa undir EES-samninginn, en hvað græddum við?

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 00:10

11 Smámynd: Benedikta E

Ágæti Jón Frímann. Var það út af hagvextinum í heimalandinu að Pólverjar þyrptust til Íslands í atvinnu leit - Alveg rétt það er alltaf svo mikið atvinnu leysi í ESB löndunum - Eins og á Spáni s.liðin.ár hefur verið nokkurnvegin15%atvinnu leysi nú er það 20% - Bíddu bara Jón Fríman þangað til Spánverjar fara að þyrpast til Íslands í atvinnu leit.

Benedikta E, 9.3.2009 kl. 00:28

12 Smámynd: Benedikta E

Jón Frímann - gleymdi einu .

Það sem er á döfinni - er úrsögn úr EES!

Benedikta E, 9.3.2009 kl. 00:32

13 identicon

Ég er mikið sammála þér þarna.

ég er alfarið á móti ESB.
efast stórlega að það myndi einhverju breyta að ráði. 

Kristín Agnes Bæringsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:32

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég held að ESBumræða núna sé út úr kú!  Hef verið fylgjandi ESBaðild í 17 ár en geri mér fulla grein fyrir að þetta umræðuefni á ekki við núna!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband