Uppbygging atvinnulífs er mikilvægasta verkefnið

Við stöndum frammi fyrir því að kerfið hrundi.  Eftirlitsstofnanir virkuðu ekki sem skildi og menn höguðu sér ekki af ábyrgð.  Þetta þarf að laga og það strax.  Hér bera margir ábyrgð.  Uppbygging efnahagslífsins á ný verður að vera gerð með breyttri og bættri umgjörð þannig að frelsinu fylgi ábyrgð.  Ég vil ekki sjá Ísland verða að miðstýrðu sósalísku ríki þar sem höft og spilling fær að festa rætur.  Ég vil ekki sjá bankana verða að ríkisstofnunum með allri þeirri spillingu sem það þýðir.  Ég vil sjá bankana í dreifðu eignarhaldi sem allra fyrst.  En það mikilvægasta nú er að koma gengi íslensku krónunnar í jafnvægi svo hægt sé að fara að horfa fram á veginn í leit að lausnum til framtíðar.  Lækka hér stýrivexti til þess að koma atvinnulífinu á lappirnar áður en það lognast út af.  Það er ekki hægt að slíta í sundur hagsmuni heimila og fyrirtækja, því hvort nærist á hinu.  Ef fyrirtækin lognast út af, lognast innkoma heimilanna út af.  Það verður augljóslega mjög dýrt fyrir ríkissjóð ef atvinnuleysi tekur að aukast meir.   En til þess að koma atvinnulífinu í samt horf á ný, þurfa bankarnir að standa traustum fótum.  Allt hik og frestun á uppgjöri þeirra og fjármögnun hefur alvarlegar afleiðingar út í atvinnulífið.  Það er því eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að taka efnahag bankanna og uppgjör föstum tökum og blása lífi í fyrirtækin sem og stefna að auknum stöðugleika á gengi íslensku krónunnar.  Vonandi verður hægt að lækka stýrivexti hér sem allra fyrst, en það er mjög mikilvægt atriði fyrir bæði atvinnulíf sem og heimili.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála þér en hyggst Sjálfstæðisflokkurinn koma í veg fyrir skattahækkanir?

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband