Færsluflokkur: Bloggar
Mentor - verkefni fyrir alla
13.3.2007 | 08:52
Á námstefnunni kom fram kvenninnflytjandi sem flutti frá Póllandi til Íslands árið 2001. Hún sagði frá eigin reynslu af aðlögun í nýju landi, með ólíkt tungumál. Gunhild Riske frá Danmörk kynnti svo hvernig Mentor verkefni eru almennt skipulögð og hvernig vinnan fer fram. Jelica Ugricic frá Alþjóðalegu Kvennasamtökunum (IKF) í Malmö, kynnti hugsjón samtakanna. IKF eru frjáls félagasamtök og hugsjón þeirra er að vinna að framgangi jafnréttis, margbreytileika, menningarfærni og aðlögun og atvinnumálum kvenna.
Á námstefnunni komu fram stjórnendur frá hinum ýmsu stofnunum og kynntu reynslu sína af því að vinna á fjölmenningarlegum vinnustað. Það var gaman að sjá hvað þetta gengur vel. En einu voru þó vinnuveitendur allir sammála um að skipti mestu máli, en það er að fólkið læri íslenskuna. Verkefnistjóri Rauða Kross Íslands (RKÍ) kynnti móttöku flóttafólks til Íslands. Móttaka flóttafólks til landsins er samstarfsverkefni nokkurra stofnana. Samráðs- og framkvæmdahópur skipuleggja stuðningsfjölskyldur og undirbúa sjálfboðaliða til þess að taka á móti hópum. Reynslan sýnir svo að margir sjálfboðaliðarnir halda samskiptum sínum áfram við hinar erlendu fjölskyldur, að verkefni loknu. Þarna var mjög athyglisvert að heyra um reynslu inn- og erlendra aðila í þessum málum. Meðal annars kom í ljós, að staða kvenninnflytjenda er önnur á Íslandi en á Norðulöndum. Munur er sá að á Íslandi eru konur útivinnandi og þess vegna betur staddar fjárhags- og félagslega. Á Norðurlöndum hins vegar, þurfa konur oftar aðstoð við að koma sér fyrir á vinnumarkaði og í hinu nýja samfélagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úrlausnir í öldrunarþjónustu.
4.3.2007 | 18:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Íslenska fyrir fullorðina.
19.2.2007 | 08:15
En það þarf líka að undirbúa námskeið fyrir nemendur sem eru lengra komnir í íslensku kunnáttu, til þess að þeir staðni ekki og læri hana betur. Læri hana vel, þannig að þeir geti kynnst og notað íslenska menningu, listir, bókmenntir og fl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Islandzki przedstawiciel do Helsinek.
18.2.2007 | 22:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á hverju þurfa börn innflytjenda mest á að halda?
12.2.2007 | 14:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upplýsingarflæði til innflytjenda.
9.2.2007 | 21:17
Við sem erum læs og skiljum íslenska tungu, höfum þann möguleika, að fylgjast með fréttum í blöðum og öðrum fjölmiðlum og vitum því hvað er að gerast í kringum okkur. Við fáum upplýsingar um vaxandi efnahagsstöðu landsins, þróun vaxta, lækkun virðisaukaskatts á matvæli og margt, margt fleira. Að hlusta á fréttir og fá þessar upplýsingar um hvað er að gerast í kringum okkur þarf og verður að vera sjálfsagt mál fyrir okkur innflytjendur. Annars er ómögulegt að taka þátt í samfélaginu og innflytjendur verða utangátta. Því miður eru ekki allir svo heppnir að geta kveikt útvarpi eða sjónvarpi og hreinlega skilið hvað verið er að segja þar. Stór hópur einstaklinga í okkar samfélagi, getur ekki fylgst með og skilið hvað er að gerast í heiminum, eða bara í næsta bæjarfélagi og hvað þá þeirra nánasta umhverfi. Þess vegna er það í okkar allra þágu, að bæta upplýsingarflæði til innflytjenda enda víkkar það sjóndeildarhringinn í okkar samfélagi og kemur á framfæri þeim breytingum sem þar eiga sér stað. Það gerir innflytjendum kleift að taka þátt í samfélaginu okkar og leggja sitt af mörkum, í þágu okkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Informacje dla rodaków
9.2.2007 | 20:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skemtileg lif
7.2.2007 | 15:52
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga þar sem ég var að klára síðustu prófin í diplómanámi mínu í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Síðan var ég ákveðin í því að eiga eitt letiár og halda áfram námi eftir það. En áður en ég vissi, þá var ég búin að skrá mig í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins og viti menn, það er það besta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Fyrirlestrarnir eru mjög athyglisverðir og námið vel skipulagt. Svo er þetta bara svo gaman J
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gott upplýsingaflæði og móðurmálskennsla í grunnskólum
4.2.2007 | 22:05
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)