Skemtileg lif
7.2.2007 | 15:52
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga þar sem ég var að klára síðustu prófin í diplómanámi mínu í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Síðan var ég ákveðin í því að eiga eitt letiár og halda áfram námi eftir það. En áður en ég vissi, þá var ég búin að skrá mig í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins og viti menn, það er það besta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Fyrirlestrarnir eru mjög athyglisverðir og námið vel skipulagt. Svo er þetta bara svo gaman J
Athugasemdir
Til hamingju með síðuna þína. Gaman að sjá að þú ert farin að blogga. Það er svo gaman þegar lífið er skemmtilegt.
Kveðja úr Víkinni
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 7.2.2007 kl. 16:13
Já Grazyna mín það verður víst ekki mikið letilíf hjá þér þar til eftir kosningar í vor og kannski og vonandi ekki einu sinni þá
verðum bara að fá nóg fylgi í vor svo þú komist inn á Alþingi.
Vilborg G. Hansen, 7.2.2007 kl. 17:59
Velkomin í bloggheima. Vil jafnframt hrósa þér fyrir íslenskuna!
Sigfús Þ. Sigmundsson, 7.2.2007 kl. 18:41
Kærar þakkir fyrir mig.
Grazyna María Okuniewska, 7.2.2007 kl. 20:07
Vil taka undir með Sigfúsi og hrósa þér fyrir góða íslensku - og auðvitað áhugavert blogg
Björg K. Sigurðardóttir, 7.2.2007 kl. 23:06
Grazyna, frábært að þú sért byrjuð að blogga á moggablogginu. Vona að Gunna Stella systir mín flytji sig líka hingað.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.2.2007 kl. 00:41
Sammála, Guðrún Stella er dugleg og kraftmikill kona með ákveðna skoðanir. Það væri frábært að hún kæmi á moggabloggið.
Grazyna María Okuniewska, 8.2.2007 kl. 09:44
Til hamingju með nýja bloggið!!! kæra vinkona - gott hjá þér að drífa þig í stjórnmálaskólann - alltaf gott að læra eitthvað nýtt. Mkv. Guðrún Stella
P.s. sé í athugasemdum áskorun þess efnis að ég færi bloggið mitt á þennan vef - hver veit?
Guðrún Stella Gissurardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.