Íslenska fyrir fullorðina.

Í sunnudagsblaðinu birtist mjög athyglisverð grein eftir Toshiki Toma, prest innflytjenda, um hvers konar íslensku innflytjendur eigi að læra. Okkur finnst þetta kannski þetta svolítið sérstök spurning, en þegar við veltum þessu lengur fyrir okkur er  svarið ekki endilega sjálfsagt.Á nitjánda áratugnum voru tvennskonar námsmöguleikar í boði í íslenskri tungu. Annars vegar að fara í þriggja ára háskólanám  og læra framburð, málfræði og bókmenntir. Í þessu námi er einning sett mikil áhersla á  fjölbreyttan  orðaforða, að skrifa verkefni og fl. Þetta er þrjátiu eininga háskólanám og nemendurnir eru í skólanum alla daga og litlir möguleikar á því að geta unnið með náminu.  Kynna sér íslenskar bókmentir, skrifa um þær útdrætti og verkefni. Hins vegar var í boði  skipulögð stutt námskeið sem flest verkafólk vildi sækja um. Þessi námskeið eru oftast fimmtíu timar og haldin á kvöldin. Kennsluefnið er skipulagt í flestum tilvikum og þetta er hverslags orðaforði og framburður.  Að læra stuttar setningar, einfaldar spurningar og svör við þeim. Ekki er sett mikil áhrersla á málfræði eða skrift.  En á síðustu árum var bætt við þriðja námsmöguleikanum á íslensku námi, en það er starfstengt nám í íslensku. Nemendur læra orðaforða sem þau nota við störf sin, að halda uppi samskiptum við vinnufélaga og vinnuveitanda. Námskeiðin eru haldin á vinnustöðum í vinnutimanum og starfsmenninir eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Allir hafa jafna möguleika á því að læra tungumálið. Námskeiðin eru niðurgreidd að hluta, af vinnuveitanda, verkaýðsfélagi og nemandanum sjálfum. Þessi  námskeið gera starfsmönnum kleift að geta unnið vinnuna sína vel.
En það þarf líka að undirbúa námskeið fyrir nemendur sem eru lengra komnir í íslensku kunnáttu, til þess að þeir staðni ekki og læri hana betur.  Læri hana vel, þannig að þeir geti kynnst og notað íslenska menningu, listir, bókmenntir og fl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég hef misst af þessum skrifum hans skrifum hans Toshiki sem ég þó gjarnan les. Ég kann yfirleitt vel að meta það sem hann hefur fram að færa bæði guðfræðilega og í málefnum innflytjenda.

Íslendingar voru gestrisnir hér áður fyrr. Útlendingar sem hingað koma eru í byrjun gestir okkar en margir þeirra verða heimamenn. Þeir sem fæðast hér sem börn Íslendinga fá í vöggugjöf rétt til að mennta sig. Þegar við tökum á móti útlendingum fáum við menntun þeirra og reynslu ókeypis alveg eins og við missum  af starfskröftum og menntun þeirra Íslendinga sem flytja til annarra landa. Með ókeypis vandaðri Íslenskukennslu fyrir útlendinga getum við nýtt það sem útlendingar koma með frá sinni heimabyggð- þeir skili sínu til okkar menningar og tileinki sér okkar öllum til góða. Því meira því betra.

Jón Sigurgeirsson , 19.2.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Grazyna María Okuniewska

Ég er alveg sammála.

Grazyna María Okuniewska, 20.2.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Íslenskt samfélag verður að taka vel á móti og kenna þeim sem hingað kjósa að flytja, íslenskuna og önnur fög alveg með sama hætti og öllum öðrum Íslendingum.  Mér finnst gott að þú leggur áherslu á þessi mál, þar sem þú þekkir þau af eigin raun veist þú hvað þú ert að tala um.  Við hin eigum að hlusta og gera eitthvað raunhæft í málinu.  Það kallar á fordóma (sem eru bara fáfræði eða þekkingarleysi) ef við stöndum okkur ekki í að fræða nýbúa um það sem þarf.  Fyrst og fremst er það auðvitað tungumálið, síðan kemur önnur fræðsla.  Það mætti forða fjölda menningarárekstra ef við stæðum okkur vel í þessum málum.   Ég styð þig fullkomlega.

Vilborg Traustadóttir, 21.2.2007 kl. 20:40

4 identicon

Fyrst þú ert með bloggsíðu, langar mig til að þakka þér fyrir umönnun og umhyggju fyrir rúmlega þremur árum, en þá lá ég illa haldinn á Borgarspítalanum. Þú varst hörð af þér, en ég held, að ég hafi haft gott af. Þú ert í kjördæmi mínu, og færð atkvæði mitt.

Beztu kveðjur

Óttar Ísberg

Óttar Ísberg (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 01:06

5 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Sæl Grazyna. Mér þykir gaman að hafa rekist inn á síðuna þína. Og hingað á ég eftir að kíkja oftar. Það er einmitt svo mikilvægt að fólk af erlendum uppruna, sem þekkir hlutina af eigin raun, taki þátt í umræðunni. Og ég er þér sammála um að það þarf að að bjóða upp á framhaldsnámskeið í íslensku fyrir þá sem lengra eru komnir. Það eru allt of mörg dæmi þess að fólk hafi jafnvel þurft að sitja sömu námskeiðin aftur til að fylla upp í 'kvótann sinn', eða sitja námskeið samhliða fólki sem er komið mun styttra á veg.

Takk fyrir mig!

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 4.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband