Mentor - verkefni fyrir alla

Föstudaginn  9. mars var haldin mjög fróðleg námstefna í Skíðaskálanum í Hveradölum sem ég sótti.  Námstefnan var skipulögð og haldin á vegum kvennasamtakanna “Allar heimsins konur”.  Þarna var samankominn fjölbreyttur hópur reynsluríkra kvenna sem tóku þátt í námstefnunni. Konur sem hafa unnið með og eða hafa reynslu af innflytjenda og flóttamannamálum kvenna á Íslandi,  í Danmörku og í Svíþjóð.
Á námstefnunni kom fram kvenninnflytjandi sem flutti frá Póllandi til Íslands árið 2001.  Hún sagði frá eigin reynslu af aðlögun í nýju landi, með ólíkt tungumál.    Gunhild Riske frá Danmörk kynnti svo hvernig Mentor verkefni eru almennt skipulögð og hvernig vinnan fer fram. Jelica Ugricic frá Alþjóðalegu Kvennasamtökunum (IKF) í Malmö,  kynnti hugsjón samtakanna.  IKF eru frjáls félagasamtök og hugsjón þeirra er að vinna að framgangi jafnréttis, margbreytileika, menningarfærni og aðlögun og atvinnumálum kvenna.
Á námstefnunni komu fram stjórnendur frá hinum ýmsu stofnunum og kynntu reynslu sína af því að vinna á fjölmenningarlegum vinnustað. Það var gaman að sjá  hvað þetta gengur vel. En  einu voru þó vinnuveitendur allir sammála um að skipti mestu máli, en það er að fólkið læri íslenskuna.  Verkefnistjóri Rauða Kross Íslands (RKÍ) kynnti móttöku flóttafólks til Íslands. Móttaka flóttafólks til landsins er samstarfsverkefni nokkurra stofnana. Samráðs- og framkvæmdahópur  skipuleggja stuðningsfjölskyldur og undirbúa sjálfboðaliða til þess að taka á móti hópum.  Reynslan sýnir svo að margir sjálfboðaliðarnir halda samskiptum sínum áfram við hinar erlendu fjölskyldur, að verkefni loknu. 
Þarna var mjög athyglisvert að heyra um reynslu inn- og erlendra aðila í þessum málum. Meðal annars kom í ljós, að staða kvenninnflytjenda er önnur á Íslandi en á Norðulöndum.  Munur er sá að á Íslandi eru konur útivinnandi og þess vegna betur staddar fjárhags- og félagslega.  Á Norðurlöndum hins vegar, þurfa konur oftar aðstoð við að koma sér fyrir á vinnumarkaði og í hinu nýja samfélagi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grazyna María Okuniewska

Takk Þrymur, gott að vita að fólki eru sammála manni.

Grazyna María Okuniewska, 13.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband