Velferð þjóðarinnar

 Bankahrun og efnahagslegar breytingar í landinu á síðustu mánuðum hefur mikil og víðtæk áhrif á samfélag okkar.  Endalausar umræður og vangaveltur í fjölmiðlum halda okkur við efnið um hrunið en snúa þarf umræðunni við og huga að aðgerðum til lausnar vandanum í nútíð og framtíð. Það er mjög alvarleg fjármálastaða á mörgum heimilum í landinu, margar fjölskyldur geta ekki staðið  við  skuldbindingar sínar en mörgum tekst þó  að standa í skilum með miklum sparnaði og aðhaldi á heimilinu. En það er því miður stór hópur einstaklinga sem stendur höllum fæti vegna breyttra fjárhagsaðstæðna.  Atvinnu missir er það sem hefur mest áhrif á hag heimilana, líðan atvinulausra einstaklingana og fjölskyldna þeirra.  Þess vegna er atvinusköpun brýnasta verkefni stjórnvalda .  Hjól atvinnulífsins  þurfa að snúast áfram til að við getum byggt upp okkar land og þjóð, stjórnvöld verða að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að styðja við fyrirtækin og heimilin í landinu.Atvinna og tekjur einstaklingana skipta sköpum fyrir  velferð þjöðfélagsins.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hver er afstaða þín til ESB ?

Kveðja.

Benedikta.

Benedikta E, 7.3.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Velkomin aftur á bloggið Grazyna.
Vonast til að sjá pistla frá þér endrum og sinnum næstu misseri

Kolbrún Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband