Nýsköpun í krafti innflytjenda.

Hér á landi eru ýmsir sjóðir og allmargar stofnanir sem veita þjónustu og aðstoð til nýsköpunar. Frumkvöðlar er hópur fólks sem er framsækið og býr yfir aðdáunarverðu hugrekki. Þeir sem leggja land undir fót og leggja á sig óvænta erfiðleika býr óneitanlega og óumdeilanlega yfir eiginleikum sem vert að efla og styrkja. Nýta þarf þessa kröftugu eiginleika til framþróunar og nýsköpunar því ólík reynsla og bakgrunnur í bland við nýja þekkingu á erlendum grunni er ómetanleg blanda. Hvernig er best að sækja og efla erlenda einstaklinga sem sest hafa hingað að? 

Innflytjendur er auðlynd sem Íslendingar verða að nýta og efla. Breytt viðhorf til innflytjenda er lykilatriði og er nauðsynleg breyting sem þarf að eiga sér stað til að ná að draga fram hæfileika sem erlendir einstaklingar býr yfir. Íslendingar ættu að vera stoltir af því að hingað sækir hópur með ólíkan bakgrunn og mismunandi menningarleg gildi.

 

Ég tel það lykilatriði að við nýtum sóknarfæri sem innflytjendur búa yfir. Ýmsir sjóðir hér á landi leggja sitt af mörkum til að styrkja og veita aðstoð til fyrirtækja og einstaklinga til nýsköpunar. Þessu mætti breyta og víkka út með því að veita aðstoð, þjónustu, leiðbeiningar og styrki til að koma nýbúum á slóðir nýsköpunar. Töluvert starf er framundan sem bæði er huglægt en þarf einnig að koma fram í verki. Að tala sínu máli á nýju tungumáli er þröskuldur sem þarf að komast yfir. Slíkt er nánast ófært án aðstoðar og viðurkenningu innfæddra sem taka á móti innflytjendum.

 

Staðreyndin er sú að frumkvöðlastarfsemi er meiri á meðal innflytjenda en innfæddra í mörgum samfélögum. Nýjungagirni, sókn í ævintýri og áskorun eru hvatar sem fær fólk til að flytja í nýtt land. Til að nýta og efla innflytjendur þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar eins og t.d. hvernig stofna á fyrirtæki á öðru máli en íslensku. Íslenskt samfélag sem nær að efla frumkvöðla óháð uppruna fer lengra

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Alveg sammála þér.  Hef lengi haldið þessu fram en þú orðar þetta bara mun betur en ég hef gert.

Vilborg Traustadóttir, 5.5.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Grazyna

Eftir lestur sem þú hefur skrifað þá er ég sanmála þér og hvað þú er mikill baráttu kona að berjast gegn hvað íslenskir atvinnurekendur hafa farið illa með erlend fólk sem hingað leitar að atvinnu. Það eru menn sem kalla sig atvinnurekendur sem hafa verið sífelt í umræðuni að undan förnu enda sína dæmin það.

Þessir aular hafa verið að komast undan að borga laun, skatta og önnur gjöld sem þeim ber. Enn kennitalan er betri enn annað þess vegna komast þeir upp með þetta eins og er.

Þess vegna verður Dómsmálaráðherra að beita þeim viðurlögum sem eru tiltæk.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.5.2007 kl. 01:38

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Þetta er fín hugmynd með fyrirtækin.  Það þarf að hafa upplýsingarnar aðgengilegri fyrir erlent fólk.  Einnig er ég á því að besta leiðin til þess að fólk samlagist umhverfi sínu þ.e læri tungumálið er sú að hafa mikið af tómstundum en mér finnst það mikilvægt að fólk reyni líka að kynnast tungu og þjóð.

Skafti Elíasson, 17.5.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband