Inngangur inn í íslenskt samfélag.

Til að geta tekið þátt í samfélaginu er nauðsynlegt að skilja það.  Að starfa, taka strætó eða að fara í leikhús krefst ákveðins skilnings á samfélaginu.  Ef þessi skilningur er ekki fyrir hendi aðlagast fólk bæði seint og illa umhverfi sínu.Til að virkja þá auðlind sem býr í nýbúum er mikilvægt að taka vel á móti þeim.  Engin maður er eyland og með þátttöku nýbúa í íslensku samfélagi tryggjum við ekki einungis aukin hagvöxt heldur fáum einnig að njóta þeirrar nýbreytni sem fylgir ólíkum menningarheimum.En hvernig hjálpum við nýbúum að komast inn í íslenskt samfélag?Hugmyndir hafa kviknað um að sameina nauðsynlega þjónustu á einn stað.  Svokallað “One stop shop”.  Þarna væri hægt að hafa útibú ýmissa stofnanna sem eru nýbúum nauðsynlegar við komu þeirra til landsins svo sem Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá svo eitthvað sé nefnt.  Einnig væri hægt að bjóða upp á margvíslega þjónustu svo sem banka-, heilbrigðis- og tryggingaþjónustu.Þetta myndi auðvelda nýbúum lífið fyrstu dagana.  Þeir yrðu fljótari að komast inn í íslensk samfélag og án efa finnast vel tekið á móti þeim.Einnig má auka hagnýta íslensku kennsla á vinnustöðum.  Með þessu móti er fólk gert að sérfræðingum innan ákveðinnar starfseiningar en lærir um leið íslensku.  Þetta gefur fólki kjark til þess að ferðast lengra út í íslenskt samfélagi og taka virkan þátt á víðari vettvangi.Gott dæmi um þetta er Landspítali háskólasjúkrahús sem býður nýbúum upp á íslensku kennslu á vinnutíma.  Dæmi eru um að í eldhúsi LSH hafa starfað hámenntaðir einstaklingar  á ýmsum sviðum.  Íslensku kennsla hefur hjálpað mörgum hjá LSH að finna önnur störf betur við hæfi.Það sem skiptir máli er að við þurfum að gefa öllum einstaklingum möguleika á að fá að njóta sín í íslensku samfélagi.  Til þess er ágætt að setja sig í spor hvors annars og að hugsa dæmið til enda.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Þetta er fín hugleiðing. Það þyrfti að efla alþjóðahús svo þar gæti verið þessi miðstöð upplýsingu og jafnvel afgreiðsla ýmissa stofnana. Þannig að fólk gæti sinnt sem flestum erindum á einum stað. Góða Hvítasunnuhelgi!

Viðar Eggertsson, 27.5.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Hæ hæ,
þetta er nákvæmlega það sem þarf að gera þ.e. að hafa miðstöð þar sem allt er á einum stað og aðstoða fólk sem hingað kemur fyrstu skrefin til sjálfshjálpar.  Manni finnst ekki að þetta geti verið svo dýrt í framkvæmd miðað við hvaða árangri það mundi skila til baka.  Er ekki bara spurningin að vinna að því að koma þessu í framkvæmd sem allra allra fyrst

Vilborg G. Hansen, 27.5.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæl og blessuð Grazina mín.
Ég er algjörlega sammála þér, þú ættir að koma þessu á framfæri við okkar menn, ert eflaust búin að því. Það er algjör nauðsyn að kenna okkar ágætu 
nýbúum Íslensku og það á að vera skylda þeim sjálfum til hægðarauka.
                                  Kærar kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2007 kl. 17:17

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þessum orðum með þeirri viðbót að gott væri að að þessi þjónusta væri einnig í boði fyrir innfædda samanber dæmi um í blöðum um konu sem borgað hafði meðöl sín arum saman án endurgreiðslu vegna þess að hun fékk engar upplýsingar um þann rétt. Bara að benda á að þetta á við um samfélagið í heild en er ekki tilkomið vegna uppruna.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.5.2007 kl. 19:03

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Orð i tima töluð Grazina/við berjust í sama flokk um málið,það er mer skylt/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 21:05

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ein ábending..... það er full þörf á fræðslu nýbúa en það talar enginn um fræðslu fyrir Íslendinga. Hvernig væri að við kynntum okkur líka menningu þeirra sem flytjast hingað?

Ævar Rafn Kjartansson, 31.5.2007 kl. 22:33

7 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ljósmyndaklúbburinn minn  var með sýningu í ráðhúsi Reykjavíkur og vaktaði ég hana einn eftirmiðdag. Í hinum hluta salarins var fyrirlestur konu sem hafði rannsakað hvernig útlendingar spjöruðu sig og voru í starfi hjá Reykjavíkurborg. Það kom í ljós að margt var gert til að stuðla að því að allt gengi vel. Íslenskukunnátta virtist ráða miklu um hvernig einstaklingum gékk að fá vinnu við sitt hæfi hér á landi. Því meiri menntunar sem starf krafðist þeim mun meiri kröfur voru gerðar til íslenskunnar. Hún nefndi dæmi um viðskiptafræðing sem var í starfi sem ekki krafðist mennunar og bar það fyrir sig að málið gerði það að verkum að viðkomandi gæti ekki fengið vinnu hér.

Í þessu sambandi sagði hún að breitt bil væri milli þarfa og kennslu. Í kennslu væri aðallega lögð áhersla á málfræði en fólkið þyrfti að geta tjáð sig um þau atriði sem vinnan krafðist af þeim þó beygingar orða væru ef til vill ekki réttar.

Þegar hún var að fjalla um þetta datt mér í hug hvort ekki væru einhverjir sjálfboðaliðar sem væru tilbúnir að koma og tala við útlendinga, kenna þeim málið og fá að launum innsýn í þeirra menningu.

Jón Sigurgeirsson , 6.6.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband